Tuesday, January 24, 2012

Ugla sat á kvisti.

Mér finnst uglur æði.   Veit ekki afhverju, þær eru bara eitthvað svo krúttlegar og gáfulegar.          
 Hef samt heyrt að þær séu í raun ekkert sérstaklega vel gefnar...  En eníhúúú - hér er Olli ugla!






Uppskriftin er héðan: http://www.purlbee.com/big-snowy-owl/   nema Olli er töluvert minni, prjónaður úr þreföldum plötulopa (tveir mismunandi brúnir litir og einn hvítur þráður) á prjóna nr. 6.   Í uppskriftinni eru augun prjónuð en ég heklaði þau, notaði kambgarn í augu og gogg.    

Ég veit ekki alveg hvar Olli endar, kannski bara sem púði ef ég tími ekki að gefa hann - amk er heimiliskötturinn Enja afskaplega ánægð með félagsskapinn :)



2 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Flott ugla!! Og falleg læða!! Hún er svo mikið krútt! Sérstaklega í fyrstu myndinni! ;)

    ReplyDelete