Tuesday, January 24, 2012

Ugla sat á kvisti.

Mér finnst uglur æði.   Veit ekki afhverju, þær eru bara eitthvað svo krúttlegar og gáfulegar.          
 Hef samt heyrt að þær séu í raun ekkert sérstaklega vel gefnar...  En eníhúúú - hér er Olli ugla!


Uppskriftin er héðan: http://www.purlbee.com/big-snowy-owl/   nema Olli er töluvert minni, prjónaður úr þreföldum plötulopa (tveir mismunandi brúnir litir og einn hvítur þráður) á prjóna nr. 6.   Í uppskriftinni eru augun prjónuð en ég heklaði þau, notaði kambgarn í augu og gogg.    

Ég veit ekki alveg hvar Olli endar, kannski bara sem púði ef ég tími ekki að gefa hann - amk er heimiliskötturinn Enja afskaplega ánægð með félagsskapinn :)Monday, January 23, 2012

Af garnsöfnun og áramótaheiti...

Ég kaupi aldrei garn.  Ónei.   Skildi ekkert í því þegar garn fór að detta út úr skápum, kíkja uppúr skúffum og flækjast um íbúðina í pokum og töskum.    Svo í dugnaðarkasti eftir áramótin fór ég í Ikea og keypti nokkra plastkassa, safnaði saman garninu og flokkaði í kassa..


Jamm.  Pínu garn.  Stór kassi af plötulopa, í minni kössunum er svo léttlopi, kambgarn, einband, bómullargarn - og einn kassi af "allskonar".  

Ég ákvað að verða ströng við sjálfa mig.  Nú skal gengið á garnbirgðirnar!   Áramótaheitið er að minnka stashið (eða amk ekki leyfa því að stækka mikið...) og prjóna sem mest úr birgðunum.   Og til að hafa þetta hnitmiðað þá tilkynnti ég að á árinu myndi ég prjóna tólf pör af vettlingum - eitt á mánuði, aldrei sama uppskriftin tvisvar - og nota bara garn úr stashinu.

Janúarparið er tilbúið:  Vettlingar með áttblaðarós úr tvöföldum plötulopa.


Bara ellefu pör enn!   ..og ég reyni að leiða hjá mér allt fallega garnið í búðunum sem hvíslar "keyptu mig".

Sunday, January 22, 2012

Einn, tveir og byrja...

Þetta blogg er aðallega hugsað til að halda utan um handavinnuna mína, deila hugmyndum og safna myndum á einn stað.  Ég hef hingað til sett allar myndir á Ravelry síðuna mína eða á Facebook - en bloggið býður upp á meiri möguleika á að "hugsa upphátt" um handavinnu, án þess að angra þá fésbókarvini mína sem gæti ekki verið meira sama um prjónaskap ;)