Monday, February 27, 2012

Bloggleti og barnateppi.

Ég er með ýmislegt á prjónunum þessa dagana, en ekkert fullklárað af viti.   "Operation stashbusting" er þó í fullum gangi og ég reyni að gera sem mest úr birgðinum mínum (þó ég hafi neyðst til að kaupa eina og eina dokku...hömm).

Góð vinkona mín á von á barni í vor og ég prjónaði barnateppi fyrir væntanlegt kríli - uppskriftin er héðan:  http://www.pickles.no/bring-it-on-baby-blanket/  mjög skemmtileg og einföld.  Ég notaði kambgarn úr birgðunum mínum og prjóna nr. 5, litirnir eru dálítið retró (brúnn, gulur, appelsínugulur og grænn) og ég held að það sé til mynd af mér í peysu í nákvæmlega þessum litum, árið 1974 ;)
Ég var ekki alveg sátt við kantinn, svo ég heklaði með brúnu meðfram hliðunum og fannst það koma miklu betur út.   Skemmtileg uppskrift og ég prjóna örugglega annað svona seinna, en ég held að það komi enn betur út með stærri prjónum (5,5 eða 6).