Monday, January 23, 2012

Af garnsöfnun og áramótaheiti...

Ég kaupi aldrei garn.  Ónei.   Skildi ekkert í því þegar garn fór að detta út úr skápum, kíkja uppúr skúffum og flækjast um íbúðina í pokum og töskum.    Svo í dugnaðarkasti eftir áramótin fór ég í Ikea og keypti nokkra plastkassa, safnaði saman garninu og flokkaði í kassa..


Jamm.  Pínu garn.  Stór kassi af plötulopa, í minni kössunum er svo léttlopi, kambgarn, einband, bómullargarn - og einn kassi af "allskonar".  

Ég ákvað að verða ströng við sjálfa mig.  Nú skal gengið á garnbirgðirnar!   Áramótaheitið er að minnka stashið (eða amk ekki leyfa því að stækka mikið...) og prjóna sem mest úr birgðunum.   Og til að hafa þetta hnitmiðað þá tilkynnti ég að á árinu myndi ég prjóna tólf pör af vettlingum - eitt á mánuði, aldrei sama uppskriftin tvisvar - og nota bara garn úr stashinu.

Janúarparið er tilbúið:  Vettlingar með áttblaðarós úr tvöföldum plötulopa.


Bara ellefu pör enn!   ..og ég reyni að leiða hjá mér allt fallega garnið í búðunum sem hvíslar "keyptu mig".

3 comments:

  1. Frábær hugmynd þetta með vettlingana. Ég kannast alltof vel við þetta "keyptu-mig-garn-vandamál"! :-)

    ReplyDelete
  2. Þetta er auðvitað fíkn, ég skelf af löngun til að kaupa garn og er alltaf að upphugsa góða afsökun fyrir því að kaupa meira. Hugga mig við að þessi fíkn er frekar skaðlítil, miðað við margt annað ;)

    ReplyDelete