Áramótaheitið mjakast áfram, búin með 5 pör af þeim 12 sem ég hét að prjóna úr stashinu.
Febrúarvettlingarnir (handstúkurnar): prjónaðar úr Trysil superwash ullargarni úr Europris á prjóna nr. 3.5. Uppskrift héðan: http://www.ravelry.com/patterns/library/honeycomb-wrist-warmers-in-colours
Marsvettlingarnir: prjónaðir úr kambgarni á prjóna nr. 3.0, uppskrift héðan: http://www.ravelry.com/patterns/library/126-3-mittens-with-pattern-in-delight-and-fabel
Aprílvettlingarnir: prjónaðir úr léttlopa á prjóna nr. 4.0, uppskrift héðan: http://www.ravelry.com/patterns/library/herringbone-mittens-with-poms
Og maívettlingarnir: prjónaðir úr Trysil superwash ullargarni úr Europris á prjóna nr. 3.0, uppskrift héðan: http://www.ravelry.com/patterns/library/rigmors-selbu-mittens-5th-pair
Þessir voru mjög skemmtilegir og nú langar mig að prjóna fleiri norska selbuvettlinga :)
Þá er að ákveða júnívettlingana... ég hef það á tilfinningunni að þegar ég hef lokið við áramótaheitið muni ég ekki prjóna vettlinga aftur á næstunni... en ég og mínir verðum amk ekki með kalda fingur næstu vetur ;)